MEGINREGLUR UNILEVERS VARÐANDI PERSÓNUVERND

MEGINREGLUR UNILEVERS VARÐANDI PERSÓNUVERND

Unilever tekur persónuvernd alvarlega. Eftirfarandi fimm meginreglur leggja grunninn að persónuverndarstefnu okkar:

 1. Við metum mikils það traust sem þú sýnir okkur með því að afhenda okkur persónuupplýsingar þínar. Við munum aðeins nota persónuupplýsingar þínar á sanngjarnan og traustverðugan hátt.
 2. Þú átt rétt á skýrum upplýsingum varðandi notkun okkar á persónuupplýsingum þínum. Við munum ávallt vera heiðarleg gagnvart þér varðandi þær upplýsingar sem við söfnum, hvað við gerum við þær, hverjum við deilum þeim með og við hvern þú átt að hafa samband vakni upp spurningar.
 3. Komi fram áhyggjur af því hvernig við notum persónuupplýsingarnar munum vinna að því að leysa þær samstundis í samstarfi við þig.
 4. Við munum beita öllum tiltækum forvörnum til að vernda upplýsingarnar gegn misnotkun og halda þeim öruggum.
 5. Við munum hlíta öllum gildandi lögum og reglugerðum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og starfa með yfirvöldum er annast persónu- og gagnavernd. Séu lög um persónuvernd ekki til staðar munum við hegða okkur í samræmi við viðurkenndar meginreglur um persónuvernd.

 

PERSÓNUVERNDARSTEFNA UNILEVER

Síðast uppfært: Desember 2012

Unilever er staðráðið í að slá skjaldborg um friðhelgi einkalífs þíns og tryggja að persónuupplýsingar þínar njóti verndar. Þessi persónuverndarstefna leitast við að útskýra hverslags persónuupplýsingum við söfnum og hvernig við notum, birtum og verndum þær upplýsingar.

Um hvað gildir þessi persónuverndarstefna?

Þessi persónuverndarstefna gildir um persónuupplýsingar sem aflað er af Unilever fyrirtækjahópnum í tengslum við þá þjónustu sem hann býður upp á. Nánari upplýsingar um Unilever hópinn má finna á slóðinni http://unilever.com/aboutus/. Þar með eru taldar þær upplýsingar sem okkur berast beint í gegnum í gegnum þjónustulínu okkar, símaver, auglýsingaherferðir, getraunir og keppnir sem og þær upplýsingar sem okkur berast stafrænt í gegnum vefsíður okkar, merktar síður á vegum þriðja aðila og forrit sem notuð eru í gegnum slíkar síður eða síður þriðja aðila sem eru reknar fyrir hönd Unilever hópsins („Unilever Sites”). Þessi persónuverndarstefna er hér með innlimuð inn í og orðin hluti af notendaskilmálum viðkomandi Unilever síðu. Til að nálgast upplýsingar um það félag innan Unilever fyrirtækjahópsins sem ber ábyrgð á að vernda persónuupplýsingar þínar sjá Persónurétt þinn og við hvern á að hafa samband hér að neðan.

Þessi persónuverndarstefna gildir ekki um:

 • upplýsingar sem aflað er af vefsíðum, kerfum og/eða forritum þriðja aðila („Vefsíðum þriðja aðila”) sem eru ekki undir okkar stjórn;
 • upplýsingum sem aflað er af vefsíðum þriðja aðila sem þú ferð inn á í gegnum tengingar á Unilever síðum; eða
 • merkjum, getraunum eða öðrum auglýsingum eða tilboðum á vefsíðum þriðja aðila sem við kunnum að styrkja eða taka þátt í.

Þessar síður kunna að reka sína eigin persónuverndarstefnu á eigin skilmálum. Við hvetjum þið til að kynna þér þá áður en þú notar slíkar vefsíður á vegum þriðja aðila.

Samþykki þitt

Unilever mun ekki afla, nota eða birta persónuupplýsingar þínar án þíns samþykkis. Í flestum tilfellum biðjum við sérstaklega um samþykki þitt en í sumum tilfellum getur samþykki þitt verið leitt af gjörðum þínum og hegðun. Með því að nota Unilever síðu, samþykkir þú að viðkomandi fyrirtæki innan Unilever hópsins afli, noti og birti persónuupplýsingarnar þínar í samræmi við þessa persónuverndarstefnu.

Við kunnum að biðja þig um auka samþykki til notkunar persónuupplýsinga þinna á annan máta en greint er á um í þessari persónuverndarstefnu. Þér er ekki skylt að gefa slíkt samþykki en án þess getur þátttaka þín í vissum viðburðum verið takmörkuð. Ef þú gefur auka samþykki munu skilmálar þess samþykkis hafa forræði yfir skilmála þessarar persónuverndarstefnu á þeim stöðum þar sem þeir skarast.

Ef þú samþykkir ekki að persónuupplýsinga þinna sé aflað, þær notaðar og birtar á þennan hátt, vinsamlegast ekki nota Unilever vefsíður eða láttu Unilever að öðrum kosti hafa persónuupplýsingar þínar.

Börn

Flestar Unilever síðurnar eru hannaðar fyrir og ætlaðar fullorðnum. Þegar Unilever síða er ætluð yngri notendum munum við, þegar viðeigandi er eða það er skylda samkvæmt gildandi lögum og/eða reglugerðum um gagnavernd (sá aldur sem gerir samþykki skylt er mismunandi milli landa), krefjast samþykkis frá foreldrum eða forráðamönnum áður en persónuupplýsinga er aflað. Ef þú ert barn í landi þar sem foreldrasamþykki er skylda fyrir þinn aldurshóp, ættir þú að fara yfir skilmála þessarar persónuverndarstefnu með foreldrum þínum eða forráðamönnum til að tryggja að þú skiljir og samþykkir þá.

Ef við uppgötvum að við höfum aflað upplýsinga án samþykkis foreldra eða forráðamanna þar sem slíks samþykkis var þörf munum við eyða þeim eins fljótt og auðið er.

Aðgangur að vissum hlutum Unilever síða og/eða réttur til að hljóta verðlaun eða fá send sýnishorn geta verið bundnir við aldurtakmark. Við getum notað persónuupplýsingar þínar til að sannreyna aldur þinn og framfylgja þar með slíku aldurstakmarki.

Hvaða upplýsinga er aflað?

Með „persónuupplýsingar” er, í þessari persónuverndarstefnu, átt við þær upplýsingar sem hægt er að nota til að bera kennsl á þig. Til dæmis innihalda þessar upplýsingar venjulega nafn þitt, heimilisfang, notandanafn, notandamynd, netfang og símanúmer en geta einnig stundum innihaldið frekari upplýsingar s.s. IP tölu þína, verslunarvenjur, upplýsingar um smekk og upplýsingar sem varða lifnaðarhætti þína eða smekk varðandi frístundir og áhugamál. Okkur er heimilt að afla upplýsinga um þig eftir mismunandi leiðum, meðal annars:

 • Frá upplýsingum sem þú gefur okkur beint

  Okkur er heimilt að afla upplýsinga beint frá þér þegar þú lætur okkur fá persónuupplýsingar svo sem þegar þú skráir þig í verðlaunapott, keppnir eða til að; fá sendar upplýsingar, nota forrit, kaupa vörur eða þjónustu af okkur, fylla út könnun eða sendir okkur athugasemd eða spurningu. Sem dæmi um upplýsingar sem okkur er heimilt að afla beint frá þér má nefna:

  • nafn
  • heimilisfang
  • netfang
  • notandanafn
  • símanúmer
  • kreditkort eða aðrar greiðsluupplýsingar
  • aldur
  • fæðingardagur
  • kyn
  • efni búið til af notanda, birtingar og annað efni sem þú hleður inná Unilever síðurnar
  • sérhverjar aðrar persónuupplýsingar sem veittar eru af fúsum og frjálsum vilja.
 • Upplýsingar sem við öflum sjálfkrafa þegar þú notar Unilever síður

  Við notum kökur og önnur tæki (svo sem vefgreiningartól og myndeiningamerkingar) til að afla upplýsinga sjálfkrafa um þig þegar þú notar Unilever síðurnar, í samræmi við skilmála þessarar persónuverndarstefnu og gildandi lög og reglur varðandi persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga Sem dæmi um upplýsingar sem við öflum sjálfkrafa má nefna:

  • upplýsingar um hvernig vafra þú notar
  • upplýsingar um vefsíður sem þú hefur heimsótt
  • IP tölu þína
  • tengla sem þú hefur smellt á
  • notanafn þitt, notandamyndin þín, kyn, netkerfi og þær upplýsingar sem þú ákveður að deila þegar þú notar síður þriðja aðila (t.d. þegar þú notar „Líka” hnappinn á Facebook eða +1 hnappinn í Google+)
  • þær síður sem þú heimsóttir áður en þú komst á Unilever síðuna

  Flestir vafrar eru upphaflega stilltir til að samþykkja kökur. Þú getur breytt stillingunum og hindrað kökur eða sagt vafranum að láta þig vita hvenær kökur eru sendar í tæki þitt. Ef þú slekkur á kökum getur það haft áhrif á reynslu þína af Unilever síðunum.

 • Upplýsingar sem við söfnum annars staðar frá

  Okkur er heimilt að taka við persónuupplýsingum um þig sem koma annars staðar frá ef þú hefur heimilað dreifingu þeirra upplýsinga. Þetta getur átt við upplýsingar frá viðskiptatengdum veitum, svo sem opinberum gagnagrunnum og gagnahópum sem og upplýsingar frá þriðja aðila. Sem dæmi um upplýsingar sem okkur er heimilt að safna annars staðar frá má nefna:

  • nafn
  • heimilisfang
  • aldur
  • verslunarvenjur þínar
  • smekkur og upplýsingar varðandi lifnaðarhætti þína svo sem frístundaiðkun og áhugamál
  • opinberlega aðgengilegar upplýsingar svo sem þær upplýsingar sem búnar eru til af notanda, blogg og birtingar , eins og lög heimila

Hvernig notum við persónuupplýsingar þínar?

Okkur er heimilt að nota persónuupplýsingar þínar:

 • • til að bæta vörur okkar og reynslu þína af Unilever síðunum. Sjá frekari upplýsingar.

  Okkur er heimilt að nota persónuupplýsingar þínar til að:

  • meta notkun Unilever síðanna, vörur okkar og þjónustu
  • meta virkni auglýsinga okkar, samkeppna og tilboða
  • sérsníða vefsíðuna að þínum þörfum og meta (nafnlaust og með hjálp upplýsingasafna) tölfræði um virkni síðurnar, svo sem hvenær þú heimsóttir hana, hvort þú hefur heimsótt hana áður og hvaða síða benti þér á hana
  • til að gera Unilever síðurnar einfaldari í notkun og til að sérsníða Unilever síðurnar að vörum okkar og að áhugamálum þínum og þörfum
  • hjálpa til við að flýta fyrir framtíðar notkun þinni og reynslu af Unilever síðunum. Til dæmis getur síða munað að þú hefur látið henni persónuupplýsingar í té og mun þá ekki biðja um sömu upplýsingar aftur
  • safnað upplýsingum um þann búnað sem þú ert að nota til að skoða Unilever síðuna, s.s. IP töluna þína, vafrann eða stýrikerfið sem þú ert að nota og tengja þær upplýsingar við persónuupplýsingar þínar til að trygga að reynsla þín af Unilever síðunum verði sem allra best
 • til að hafa samband við þig varðandi vörur og þjónustu sem þú gætir haft áhuga á, svo fremi sem þú hafir veitt okkur samþykki þitt fyrir því eða ef þú hefur áður beðið um vöru eða þjónustu frá okkur og við þurfum að hafa samband við þig varðandi þá beiðni, slíkt gerum við svo innan gildandi lagalegs tímaramma. Sjá frekari upplýsingar.

  Okkur er heimilt að nota persónuupplýsingar þínar til að:

  • bjóða uppá vörur og þjónustu (þar með taldar eru viðeigandi vörur og þjónusta frá þriðja aðila) sem við teljum að geti vakið áhuga þinn
  • bjóða þér að taka þátt í samkeppnum og tilboðum

  Þú getur afþakkað samskipti frá okkur hvenær sem er. Öll bein markaðssamskipti munu innihalda upplýsingar um hvernig þú getur afskráð þig.

 • til að senda þér vörur og þjónustu sem þú biður okkur um. Sjá frekari upplýsingar.

  Okkur er heimilt að nota persónuupplýsingar þínar:

  • Í sambandi við samkeppnir og auglýsingar sem þú hefur tekið þátt í
  • til að senda þér upplýsingar, vörur og sýnishorn sem þú hefur beðið um
  • til að svara spurningum þínum og athugasemdum

  Þegar við öflum persónuupplýsinga í sérstökum tilgangi geymum við þær ekki lengur en nauðsynlegt er, nema ef við þurfum að halda þeim vegna lögmætra viðskipta eða lagalegra ástæðna Til að koma í veg fyrir að upplýsingar séu misvitandi eyðilagðar sem og að þær eyðileggist fyrir slysni, áskiljum við okkur rétt til að eyða ekki samstundis eftirskildum afritum né taka upplýsingar út af afritunarkerfi okkar.

Skilaboðaþjónusta fyrir farsíma

Mögulegt er að við munum í framtíðinni bjóða upp á þjónustu til að þú getir fengið textaskeyti eða annars konar skilaboð frá Unilever (svo sem smáskilaboðaþjónustu eða SMS, bæta skilaboðaþjónustu eða BSÞ (e. EMS) og skilaboðaþjónustu er tengist fjölmiðlum eða FSÞ (e. MMS) fyrir þráðlausa búnaðinn þinn („Skilaboðaþjónusta fyrir farsíma”). Ef þú skráir þig í einhverja af skilaboðaþjónustu okkar fyrir farsíma, samþykkir þú að fá slík skilaboð send frá Unilever á það netfang eða farsímanúmer sem þú gafst okkur upp í þeim tilgangi (nema og þangað til þú ákveður að skrá þig úr þjónustunni með því að fylgja leiðbeiningunum undir Persónuverndarréttur þinn og hvernig á að hafa samband hér að neðan.

Þú samþykkir að gjaldskrá þess aðila sem þjónustar þráðlausa búnaðinn þinn gildir um þessi skilaboð og að þér sé leyfilegt að skipta um skoðun með því að fylgja leiðbeiningunum í Persónuverndarréttur þinn og hvernig á að hafa samband hér að neðan. Ef gjöld eru dregin frá þráðlausa reikningnum þínum, samþykkir þú að við innheimtum þau og sendum síðan þjónustuveitanda þínum þær greiðsluupplýsingar sem viðeigandi eru í því samhengi. Þú lýsir yfir að þú sért eigandi þráðlausa búnaðarins og að þér sé heimilt að nota þann búnað sem þú notar til að skrá þig í skilaboðaþjónustuna fyrir farsíma og að þér sé heimilt að samþykka gildandi gjöld. Ásamt því að þurfa að vera yfir ákveðnu aldri og uppfylla þær kröfur sem lagðar eru á þig í notendaskilmálum skilaboðaþjónustunnar getur þú verið krafin/n um að skrá persónuupplýsingar, svo sem nafn þitt, textaskilaboð, netfang eða farsímanúmer. Okkur er líka heimilt að nálgast dagsetningu, tímasetningu og innihald skilaboða þinna á meðan þú notar skilaboðaþjónustu okkar fyrir farsíma. Við munum nota þær upplýsingar sem við öflum í sambandi við skilaboðaþjónustu okkar fyrir farsíma í samræmi við þessa persónuverndarstefnu. Vinsamlegast athugið, að þjónustuaðilar mega einnig safna upplýsingum um þráðlausa notkun þína en vinnureglur þeirra ráðast af þeirra eigin stefnu.

Þú játar og samþykkir að skilaboðaþjónustan fyrir farsíma er veitt í gegnum þráðlaus kerfi sem nota útvörp (og aðrar leiðir) til að flytja upplýsingar yfir flókin kerfi. Við ábyrgjumst ekki að notkun þín á skilaboðaþjónustunni fyrir farsíma verði friðhelg og örugg og við erum ekki ábyrg gagnvart þér fyrir nokkurt friðhelgis- eða öryggisbrot sem þú kannt að verða fyrir. Við erum að fullu ábyrg fyrir að gera ráðstafanir og útvega þau öryggisúrræði sem best henta stöðu þinni og áætlaðri notkun á skilaboðaþjónustu okkar fyrir farsíma. Við kunnum líka að nota aðgang okkar að innihaldi þráðlausa og/eða farsíma reiknings þíns ásamt þjónustuaðila þínum til að skilgreina og lagfæra tæknileg vandamál og/eða þjónustutengdar kvartanir.

Með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum?

Við höfum það fyrir almenna reglu að deila ekki persónuupplýsingum þínum með neinum fyrir utan Unilever hópinn. Hinsvegar getum við deilt persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila sem við treystum. Sjá frekari upplýsingar.

Okkur er heimilt að deila persónuupplýsingum þínum með:

 • auglýsinga- og almannatengslastofum til að hjálpa okkur við að skila; og greina þann árangur sem hlýst af auglýsingaherferðum okkar
 • þriðju aðilum sem skylt er að inna af hendi þjónustu fyrir þig eða skila þér vöru t.d. póstinum, sem ber út til þín vöru sem þú hefur pantað.
 • lögreglunni eða opinberum aðilum þegar þeir hafa krafist gagnanna með lagalegum hætti
 • þriðju aðilum sem óska eftir að fá að senda þér upplýsingar um vörur þeirra og þjónustu, en aðeins ef þú hefur gefið okkur leyfi til slíks
 • þriðju aðilum sem veita Unilever þjónustu, svo sem við gagnavinnslu
 • veitum vefgreiningabúnaðar t.d. Google eða Unica

Við kunnum líka að deila persónuupplýsingum þínum með fyrirtækjum, stofnunum eða einstaklingum sem standa utan Unilever hópsins ef við teljum að slíkt sé nauðsynlegt laganna vegna.

OOkkur er heimilt að deila persónuupplýsingum til að:

 • sjá til þess að gildandi skilmálum Unilever síðanna sé framfylgt
 • rannsaka möguleg brot á gildandi lögum
 • nema, varna og verja gegn svikum og sérhverju varnarleysi á sviði tækni eða öryggis
 • framfylgja gildandi lögum og reglum, sýna samvinnufýsi í lagalegri rannsókn og til að framfylgja opinberum kröfum

Ef við deilum persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila munum við gera okkar besta til að trygga að þeir tryggi öryggi upplýsinga þinni, beiti öllum eðlilegum ráðum til að vernda þær gegn misnotkun og noti þær aðeins í samræmi við þessa persónuverndarstefnu sem og gildandi lög og reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Unilever selur ekki persónuupplýsingar, nema til aðila sem kaupir öll viðskipti okkar eða hluta af þeim (t.d. í sambandi við sölu á einu af merkjum okkar), eða í sambandi við samruna, sameiningu, breytingu á stjórnunarháttum, endurskipulagningu eða gjaldþrotaskiptum allra eða hluta af félögum okkar.

Flutningur persónuupplýsinga þinna

Við kunnum að flytja persónuupplýsingar þínar til netþjóna sem staðsettir eru fyrir utan það land sem þú býrð í eða til samstarfsaðila eða traustverðugs þriðja aðila sem staðsettir eru erlendis svo að þeir geti unnið úr upplýsingunum fyrir okkar hönd. Með því að nota Unilever síður eða láta Unilever persónuupplýsingar í té á annan hátt samþykkir þú notkun okkar í samræmi við þessa persónuverndarstefnu og gildandi lög og reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Þú ættir að vera meðvitaður um að sum lönd njóta ekki sama persónuverndarréttar og þú kannt að njóta í upprunalandi þínu. Á meðan persónuupplýsingar þínar eru geymdar í öðru landi eru þær aðgengilegar fyrir lögreglu og yfirvöld er annast þjóðaröryggi þess ríkis í samræmi við lög þess. Í sambandi við slíkar löglegar aðgangsbeiðnir lofum við að sérhver sá sem meðhöndlar persónuupplýsingar þína fyrir utan upprunaland þitt mun verða krafinn um tilheyrandi öryggisráðstafanir og er aðeins heimilt að meðhöndla persónuupplýsingar þínar í samræmi við fyrirmæli Unilevers.

Að standa vörð um persónuupplýsingar þínar

Við gerum allar eðlilegar ráðstafanir til að tryggja að persónuupplýsingar þínar séu öruggar og krefjumst þess að þriðju aðilar sem meðhöndla persónuupplýsingar þínar geri slíkt hið sama. Aðgangur að persónuupplýsingum þínum er takmarkaður til að koma í veg fyrir óheimilaðan aðgang, breytingu á þeim eða misnotkun þeirra og er bara veittur starfsmönnum og umboðsmönnum okkar sem nauðsynlega þurfa hann.

Persónuverndarréttur þinn og við hvern á að hafa samband

Ef einhverjar spurningar vakna, ef þú vilt gera athugasemdir eða hefur áhyggjur af því hvernig persónuupplýsingar þínar eru meðhöndlaðar, þá er þér velkomið að hafa samband við okkur með því að ýta á Hafa samband tengilinn á Unilever síðunni sem beindi þér á þessar notendaverndarstefnu. Þú getur líka farið á www.unilever.com, valið viðeigandi land og ýtt á Hafa samband tengilinn. Beiðni þinni verður beint til viðeigandi Unilever félags.

Þú hefur rétt á að tjá okkur:

 • að þú viljir ekki að við höfum samband við þig í framtíðinni
 • að þú viljir fá afrit af þeim persónuupplýsingum sem við höfum yfir þig
 • að þú viljir að við leiðréttum, uppfærum eða eyðum þeim persónuupplýsingum sem við höfum um þig
 • að þú viljir tilkynna um misnotkun á persónuupplýsingum þínum

Til að auðvelda okkur að eiga við beiðni þína vinsamlegast gefðu upp fullt nafn og upplýsingar um þig.

Breytingar á persónuverndarstefnunni

Okkur er heimilt að breyta þessari persónuverndarstefnu annað slagið með því að birta uppfærða útgáfu af persónuverndarstefnunni á Unilever síðunum. Við munum gefa þér eðlilegan fyrirvara um allar efnislegar breytingar. Við viljum hvetja þig til að heimsækja okkur oft til að vita hvernig við hyggjumst nota persónuupplýsingar þínar.

Aðrar Unilever persónuverndarstefnur

Auk þessarar persónuverndarstefnu, kunna aðrar sérstakar auglýsinga eða herferðir að stjórnast af örðum frekari persónuverndarskilmálum eða stefnum. Við viljum hvetja þig til að lesa þessa frekari skilmála eða stefnur áður en þú tekur þátt í nokkurri slíkri herferð þar sem þú munt þurfa að hlíta þeim ef þú tekur þátt. Frekari persónuverndarskilmálar eða stefnur munu verða gerðar tiltækar á sýnilegan hátt fyrir þig